Verslunarmannafélag Suðurlands

480-5000 — Fax: 480-5001 — vms@vms.is — Félag númer 541


Skoða launatöflurSkoða fréttabréf

24.230 erlendir ríkisborgarar á Íslandi

Í lok 4. ársfjórðungs 2014 bjuggu 329.040 manns á Íslandi, 165.150 karlar og 163.890 konur. Landsmönnum hafði þá fjölgaði um 870 á ársfjórðungnum. Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 211.230 manns en 117.820 utan höfuðborgarsvæðis.

Lesa meira

27. janúar 2015

Matarkarfa ASÍ hækkar minnst í versluninni Kjarval

Kjarval 2

Fyrstu niðurstöður um áhrif breytinga á neyslusköttum á verðlag matvara gefa skýra vísbendingu um að hækkun á neðra þrepi virðisaukaskatts hafi þegar skilað sér að fullu út í verðlag en í flestum verslunum séu áhrif af afnámi vörugjalda enn mjög takmörkuð.

Lesa meira

26. janúar 2015

Gjald í starfsmenntasjóð hækkar

Framlag vinnuveitanda í starfsmenntasjóð hækkar um áramót, fer úr 0,20% í 0,30%. Gildir frá og með janúarlaunum 2015.

19. janúar 2015

Verum á verði!

ASI_logo

Alþýðusambandið hvetur neytendur til að vera vel á verði í upphafi nýs árs og fylgjast með verðbreytingum á vörum og þjónustu. Á ábendingasíðunni www.vertuaverdi.is má með auðveldum hætti koma á framfæri upplýsingum um verðbreytingar sem neytendur verða áskynja.

Lesa meira

14. janúar 2015

„Pinnið á minnið“ frá mánudeginum 19. janúar

visa_pin_card

 

Frá og með mánudeginum 19. janúar nk. verður undanþága til staðfestingar kortafærslna án pinn númers afnumin. Frá og með þeim tíma verður ekki hægt að staðfesta greiðslur með greiðslukortum með því að ýta tvisvar á græna hnappinn eins og verið hefur.

Lesa meira

13. janúar 2015

Reiknivélar vegna breytinga á virðisaukaskatti og vörugjöldum

Breytingar á lögum um virðisaukaskatt og almenn vörugjöld tóku gildi um ármót og ættu neytendur nú þegar að sjá þess merki í verðlagi hjá verslunum og þjónustuaðilum. Mikilvægt er að neytendur séu vel á verði og sýni söluaðilum aðhald svo tilætlaðar breytingar skili sér eins og vænta má í breytingum á verðlagi.

Lesa meira

VR stefnir ríkinu!

vrlogo_medium

Verslunarmannafélag Reykjavíkur hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu vegna breytinga á lögum um atvinnuleysistryggingar sem komu til framkvæmdar um áramót. Félagið hefur óskað eftir flýtimeðferð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Lesa meira

9. janúar 2015

Nýr starfsmaður á Þjónustuskrifstofu

Ásta

 

 

Ásta Björk Ólafsdóttir hefur verið ráðin í fullt starf, sem þjónustufulltrúi á Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna á Suðurlandi á Austurvegi 56, Selfossi. Ásta Björk er úr Reykjavík en fjölskyldan flutti á Selfossi fyrir þremur árum. Hún er gift Sigurði Lárussyni en samtals eiga þau fjögur börn á aldrinum 3 -23 ára.   Ásta Björk mun útskrifast sem viðurkenndur bókari í febrúar 2015. Hún hefur aðallega unnið við bókhald/launa og skrifstofu störf síðustu ásamt því að reka veisluþjónustu með manninum sínum. Síðast vann hún í Rúmfatalagernum á Selfossi, sem deildastjóri metravöru í tæplega tvö ár.  „Nýja starfið leggst mjög vel í mig. Starfið er skemmtilega fjölbreytt og góður vinnuandi“, segir Ásta Björk. Starfsfólk Þjónustuskrifstofunnar býður hana hjartanlega velkomna til starfa.

 

7. janúar 2015

Breytingar á lögum um vsk og vörugjöld

Um áramótin tóku gildi breytingar á lögum um virðisaukaskatt og vörugjöld sem hafa áhrif á verðlag á flestum vöru- og þjónustuliðum. Breytingar á vörugjöldum ættu að skila sér á næstu vikum en breytingarnar á virðisaukaskattinum hafa strax haft áhrif á verðlag. Neytendur eru eindregið hvattir til að fylgjast vel með breytingunum og hvernig þær skila sér út í verðlag.

Lesa meira

6. janúar 2015

Kjarval lækkar vöruverð

Kjarval Hellu

Vöruverð lækkað á eitt þúsund vörunúmerum í verslunum Kjarvals

 

Á Suðurlandi eru sex Kjarvalsverslanir, eða á Kirkjubæjarklaustri, Vík í Mýrdal, Hvolsvelli, Hellu, Þorlákshöfn og í Vestmannaeyjum. Vöruverð hefur lækkað í öllum verslunum síðustu misseri því búið er að breyta sex hundruð vörunúmerum  í samræmi við verð í verslunum Krónunnar en stefnt er að því að lækka alls verð á um eitt þúsund vörunúmerum.  Dæmi um vörur, sem haf lækkað í verð eru allar mjólkurvörur og ferskt kjöt, sem er nú pakkað í verslun Krónunnar á Selfossi og sent í Kjarvalsverslanirnar. Þá stendur líka til að lækka verð á allri ferskri vöru s.s. ávöxtum, grænmeti og hraðréttum.

Því ber að fagna þegar verslanir eða þjónustuaðilar bregðast á svo jákvæðan hátt við aðstæðum og verður vonandi öðrum til eftirbreytni.

2. janúar 2015