Verslunarmannafélag Suðurlands

480-5000 — Fax: 480-5001 — vms@vms.is — Félag númer 541


Skoða launatöflurSkoða fréttabréf

Breytingar á stjórn VMS

logovms lítið

Á aðalfundi VMS 28.apríl sl. urðu nokkrar breytingar á stjórn VMS.

Út úr aðalstjórn gengu Jóhann Böðvar Sigþórsson og Kristín Bragadóttir en inn komu Ólafur Jóhannsson og Arndís Anna Sveinsdóttir.

Nýir varamenn voru kosnir Mikael Þorsteinsson og Haraldur Pétursson.

Lesa meira

2. maí 2016

Fræðsla er besta leiðin gegn kjarasamningsbrotum

DSC_0050

Eva Dögg Einarsdóttir landvörður í Þjóðgarðinum á Þingvöllum var annar tveggja ræðumanna á 1. maí baráttufundinum sem haldin var á Hótel Selfossi. Fram kom hjá henni að besta leiðin til að tryggja  að réttur ungs fólks til sanngjarna launa virtur sé fræðsla.

Lesa meira

Formaður FIT harðorður á 1. maí hátíðarhöldunum á Selfossi

Mynd 1 (003)

„Nemendur eru fengnir erlendis frá til að vinna launalausa sjalboðavinnu og ekki er hirt um að virða samninga og lögbundin réttindi. Fólk frá fjarlægjum löndum er geymt í kjallaraholum milli þess sem því er pískað út við vinnu á saumastofum. Það keppir enginn við svoleiðis rekstur ef rekstur skyldi kalla. Kannski er nær að tala um það sem plantekrur en hvað sem það heitir, þá á það ekki heima í okkar samfélagi eða atvinnulífi, hvorki hér á Suðurlandi né í öðrum landshlutum“, sagði Hilmar Harðarson, formaður FIT, stéttar og fagfélags í hátíðarræðu sinni á 1. maí hátíðarhöldunum á Selfossi í dag.

Lesa meira

1. maí 2016

Ályktanir aðalfundar VMS 28.apríl 2016

Mynd 2

Ályktun vegna 1.maí

Aðalfundur VMS haldinn 28. apríl 2016 hvetur félagsmenn sína til að taka þátt í 1. maí hátíðarhöldunum sem haldin verða á vegum stéttarfélaganna á Suðurlandi . Það er löng hefð fyrir því í landinu að fagna alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins þann 1. Maí , fara í kröfugöngu og fund þar sem farið er yfir helstu áherslumál launafólks. Brýnt er að við sýnum öll samstöðu í verki og sækjum fram á þessum degi, sem á öllum öðrum dögum ársins.

Lesa meira

29. apríl 2016

1. maí á Selfossi

1.Maí - 2016 - Prufa7 (002)

Lagt verður af stað frá húsi stéttarfélaganna kl. 11:00 frá Austurvegi 56 og gengið að Hótel Selfoss þar sem hátíðardagskránin verður haldin innandyra .Kröfuganga verður við undirleik Lúðrasveitar Selfoss . Félagar úr Sleipni fara fyrir göngunni á hestum.

Kynnir: Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður Bárunnar, stéttarfélags. Ræður dagsins: Hilmar Harðarson formaður Fit og Eva Dögg Einarsdóttir landvörður í Þjóðgarðinum á Þingvöllum. Skemmtiatriði: Danshópurinn Flækjufóttur á Selfossi sýna línudans. Villi naglbítur syngur og skemmtir. Blöðrur fyrir börnin. Glæsilegar kaffiveitingar í boði stéttarfélaganna í Hótel Selfoss. Sérstakt smáréttaborð fyrir börnin. Félagar úr Bifreiðaklúbbi Selfoss sýna stórglæsilega bíla sína. Teymt undir börnum í Sleipnishöllinni frá kl. 12:30.

26. apríl 2016

Látum verkin tala

Á aðalfundi Veslunarmannafélags Suðurlands vorið 2015 var samþykkt að kanna hug félagsmanna VMS til sameiningar við önnur félög. Veslunarmannafélag Suðurlands er of lítil eining til að geta veitt þá þjónustu sem krafa er um að veitt sé í dag. Eftir óformlega könnun meðal félagsmanna í vetur var niðurstaðan sú að flestir vildu ræða við VR og Báruna stéttarfélag.

Lesa meira

25. apríl 2016

Aðalfundur VMS

Aðalfundur Verslunarmannafélags Suðurlands verður haldinn fimmtudaginn 28. apríl 2016 kl. 20.00 í sal félagsins Austurvegi 56 Selfossi þriðju hæð

Lesa meira

19. apríl 2016

Leiðrétting vegna villu í fyrri auglýsingu

Verslunarmannafélag Suðurlands óskar eftir framboðum til stjórnar vegna aðalfundar sem haldinn verður fimmtudaginn 28. apríl 2016

Framboðsfrestur skal vera tvær vikur. Framboðum skal skilað á skrifstofu félagsins og skulu fylgja upplýsingar um nafn og kennitölu frambjóðenda. Frambjóðandi skal vera fullgildur félagsmaður í VMS.

Lesa meira

7. apríl 2016

Einn réttur -Ekkert svindl!

Alþýðusamband Íslands stendur í samstarfi við aðildarsamtök sín að verkefni gegn undirboðum á vinnumarkaði og svartri atvinnustarfsemi með yfirskriftinni Einn réttur – ekkert svindl! Verkefnið er tvískipt, annars vegar beinist það að brotum gagnvart erlendu vinnuafli og hins vegar brotum á ungu fólki en báðir eiga þessir hópar sammerkt að vera illa upplýstir um rétt sinn á vinnumarkaði. ASÍ hefur reynt að nálgast erlenda hópinn með dreifimiðum og plakötum m.a. í matvöruverslunum en yngri hópinn með nýrri vefsíðu og myndböndum sem ætlað er að verkja ungt fólk til um hugsunar um réttindi sín og skyldur á vinnumarkaði.

Lesa meira

4. apríl 2016

Orlofshús VMS sumar 2016

Verslunarmannafélag Suðurlands auglýsir orlofshús félagsins á Flúðum og í Reykjaskógi laus til umsókna fyrir fyrir sumarúthlutun 2016

Umsóknarfrestur er til 1.apríl. Hægt er að sækja um í tölvupósti vms@vms.is eða í gegnum síma Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna 480-5000. Úthlutun orlofshúsa mun liggja fyrir 12. apríl. Úthlutun fer fram eftir punktakerfi. Öllum umsóknum verður svarað skriflega.

Lesa meira

11. mars 2016