Verslunarmannafélag Suðurlands

480-5000 — Fax: 480-5001 — vms@vms.is — Félag númer 541


Skoða launatöflurSkoða fréttabréf

Desemberuppbót 2014

Desemberuppbót 2014 skv. samningum Verslunarmannafélag Suðurlands er kr. 73.600. Desemberuppbót innifelur orlof, er föst tala og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum. Áunna desemberuppbót skal gera upp samhliða  starfslokum verði þau fyrir gjalddaga uppbótarinnar.

Lesa meira

14. nóvember 2014

Fyrirtæki ársins

Nú er komið að árlegu vali á fyrirtæki ársins að mati félagsmanna Verslunarmannafélags Suðurlands og Bárunnar, stéttarfélags. Kannaðir eru nokkrir lykilþættir sem varða starfsfólk til dæmis hvernig fólki líður í vinnunni, hvernig stjórnun er að mati starfsfólks, hvernig starfsandi er innan fyrirtækisins og hvort starfsmenn eru sáttir við möguleika sína til að komast áfram í starfi hjá fyrirtækinu til dæmis með aukinni menntun.

Lesa meira

13. nóvember 2014

Allt að 90% verðmunur á lausasölulyfjum

Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á 68 algengum lyfjum sem seld eru án lyfseðils i apótekum víðsvegar á landinu mánudaginn 3. nóvember 2014. Farið var í 21 apótek. Verðmunur á lausasölulyfjum var frá 18% upp í 89%, en oftast var fjórðungs til helmings verðmunur á hæsta og lægsta verði. Lægsta verðið var oftast að finna hjá Lyfjaveri Suðurlandsbraut eða í 24 tilvikum af 68 og Garðs Apóteki Sogavegi í 22 tilvikum. Hæsta verðið var oftast að finna hjá Lyfju Ísafirði eða í 19 tilvikum af 68 og hjá Lyfsalanum Álfheimum í 16 tilvikum.

Lesa meira

7. nóvember 2014

Ný verslun á Selfossi

IMG_0058

Laugardaginn 25. október sl. opnaði Tiger nýja verslun að Austurvegi 56 á Selfossi. Er þetta fimmta verslunin sem Tiger opnar hér á landi. Fyrir eru búðir í Smáralind, Kringlunni og á Laugavegi og jafnframt er ein verslun á Akureyri.

Lesa meira

2. nóvember 2014

Mikill verðmunur á þjónustu

Allt að 9.000 kr. verðmunur er á þjónustu við dekkjaskipti fyrir jeppa af stærri gerðinni með álfelgu af stærð 265/60R18. Þetta kemur fram í verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði hjá 27 hjólbarðaverkstæðum víðsvegar um landið þann 27. október sl. N1 var oftast með hæsta verðið á þjónustunni en Titancar í Kópavogi var alltaf með lægsta verðið.

Lesa meira

30. október 2014

Verðskrá á dekkjaverkstæðum

Neytendastofa kannaði á dögunum verðmerkingar á dekkjaverkstæðum höfuðborgarsvæðisins. Nú er komið að því að landsmenn þurfa að skipta yfir á vetrardekkin og eiga neytendur rétt á því að geta gert verðsamanburð á milli verkstæða og leitað eftir bestu tilboðunum. Farið var á 35 dekkjaverkstæði og athugað hvort verðskrá yfir alla framboðna þjónustu væri sýnileg.

Lesa meira

22. október 2014

Bónus með lægsta verðið á matarkörfunni

Bónus var með lægsta verðið á matarkörfunni þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í lágvöruverðsverslunum og stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu 10. október sl. Matarkarfan kostaði 16.086 kr. hjá Bónus en hún var dýrust hjá Víði á 19.650 kr. sem er 3.564 kr. verðmunur eða 22%. Oftast var 25-50% verðmunur á hæsta og lægsta verði vöru, en sjá mátti allt að 180% verðmun. Eins og svo oft áður er nánast engin verðmunur á nýmjólk og stoðmjólk eða 1%.

Lesa meira

Verslunarmannafélagið styður átakið Bleiku slaufuna

Vefborði

Verslunarmannafélagið reynir að hafa vakandi auga með velferð félagsmanna sinna og reynir að létta undir með þeim eins og unnt er. Þar má nefna sjúkrasjóð. Sjúkrasjóður hleypur undir bagga með þeim sem þurfa að leita sér lækninga eða meðan þeir eru frá vegna veikinda. Einnig er hægt að fá endurgreitt vegna líkamsræktar og nudds, svo eitthvað sé nefnt.                          Og þá komum við að aðalefni þessa pistils.

Lesa meira

3. október 2014

Mannauðsstjórn í molum

Sú var tíðin að fyrirtæki sem vildu sýnast stór voru með starfsmann sem kallaður var starfsmannastjóri. Þessi starfsmannastjóri sá um flesta þá þætti sem að starfsmönnum snéri. Hann sá um ráðningarferlið, um laun og kjör að hluta og hann sá jafnvel um að segja fólki upp og ýmislegt fleira.

Lesa meira

2. október 2014

Ályktun um fjárlagafrumvarpið

Stjórnarfundur Verslunarmannafélags Suðurlands haldinn þann 29. september 2014 fordæmir þá lítilsvirðingu, sem ríkisstjórnin sýnir lægst launaða fólki landsins, með fjárlagafrumvarpi ársins 2015.

Lesa meira

30. september 2014