Verslunarmannafélag Suðurlands

480-5000 — Fax: 480-5001 — vms@vms.is — Félag númer 541


Skoða launatöflurSkoða fréttabréf

Aðalfundur VMS felur stjórn að kanna ávinning af sameiningu

Á aðalfundi Verslunarmannafélags Suðurlands sem haldinn var 8. apríl  sl. var samþykkt ályktun um að heimila stjórn félagsins að kanna möguleika á sameiningu félagsins við önnur verslunar- eða verkalýðsfélög.  Markmiðið er að kanna hver ávinningur er fyrir félagsmenn að sameinast. Niðurstaða viðræðna  á að liggja fyrir eigi síðar en á næsta aðalfundi sem haldinn verður eftir ár.

Lesa meira

11. apríl 2014

Námskeiðið Á tímamótum

logo an bakgr

Verslunarmannafélag Suðurlands býður þeim félagsmönnum sem huga að starfslokum vegna aldurs að sækja námskeiðið Á tímamótum.

Á námskeiðinu verður  m.a. fjallað um: Félagslega þætti og breytingar sem verða á lífi fólks við starfslok, þjónustu sveitarfélaga við eldri borgara og hvernig hægt er að nálgast hana, þjónustu Tryggingastofnunar og málaflokka sem heyra undir hana og Sjúkratryggingar Íslands. Reglur um greiðslur ellilífeyris verða kynntar.

Lesa meira

Frábært trúnaðarmannanámskeið

P1000621

Í vikunni var haldið sameiginlegt tveggja daga námskeið fyrir trúnaðarmenn Verslunarmannafélags Suðurlands, Bárunnar, stéttarfélags, Félag iðn- og tæknigreina og Verkalýðsfélags Suðurlands. Námskeiðið var haldið í Fjölheimum á Selfossi. Trúnaðarmannanámið er í sjö þrepum og var verið ljúka síðasta þrepinu. Nokkrir trúnaðarmenn luku þar með öllum þrepunum.

Lesa meira

Vel heppnaður fundur trúnaðarmanna

P1000630

Í gær var haldinn fundur með trúnaðarmönnum og stjórnum Verslunarmannafélags Suðurlands og Bárunnar, stéttarfélags. Markmiðið með fundinum var að gefa trúnaðarmönnum tækifæri til að hittast og skiptast á skoðunum. Sara Guðjónsdóttir trúnaðarmaður í Leikskólanum Hulduheimum sagði frá reynslu sinni af hlutverki trúnaðarmannsins. Sigurlaug Gröndal stýrði hópaumræðu í kjölfarið þar sem trúnaðarmenn lögðu fram stórgóðar hugmyndir fyrir félögin að vinna úr. Það er mat félaganna að fundurinn hefði heppnast afar vel og vill þakka trúnarmönnum fyrir þeirra framlag.

Lesa meira

10. apríl 2014

Fjölmenni á opnum fundi um stöðu verslunarinnar

P1000609

Fjölmenni mætti í gærkvöldi á opinn fund Verslunarmannafélags Suðurlands um stöðu og framtíð verslunarinnar á Suðurlandi. Fundurinn var haldinn í kjölfar vel heppnaðs aðalfundar félagsins þar sem hefðbundin aðalfundarstörf voru tekin fyrir. Á aðalfundinum voru Kristjáni Hálfdanarsyni þökkuð farsæl störf í stjórn félagsins á síðustu árum en hann hætti formlega í stjórn á fundinum. Á opna fundinum voru Kristín Hafsteindóttir, verslunarstjóri Lindarinnar á Selfossi og Guðmundur Þór Guðjónsson, fjármálastjóri Jötun Véla á Selfossi frummælendur. Þau sögðu frá fyrirtækjum sínum á skemmtilegan og jákvæðan hátt og svöruðu fjölmörgum spurningum fundarmanna.

Lesa meira

9. apríl 2014

Minnum á opinn fund í kvöld um stöðu verslunarinnar

Í kvöld, þriðjudagskvöldið 8. apríl  2014 kl. 20:00 boðar Verslunarmannafélag Suðurlands til opins fundar um stöðu og framtíð verslunar á Suðurlandi séð frá ýmsum sjónarhornum. Fundurinn verður haldinn í kjölfar aðalfundar félagsins, sem hefst kl. 19:00, í sal félagsins við Austurveg 56 á Selfossi, 3. hæð.

Frummælendur á opna fundinum verða: Kristín Hafsteindóttir, verslunarstjóri Lindarinnar á Selfossi, Sverrir Einarsson, framkvæmdastjóri Húsasmiðjunnar á Selfossi og Guðmundur Þór Guðjónsson, fjármálastjóri Jötun Véla á Selfossi. Öll verða þau með stutt erindi og svara fyrirspurnum á eftir. Boðið verður upp á veitingar á fundinum. Allir sem láta verslunar- og atvinnumál sig skipta eru hvattir til að mæta á fundinn og sýna þannig að þeim sé ekki sama um stöðu greinarinnar.

Sýnum samstöðu og mætum öll á fundinn

8. apríl 2014

Staða verslunarinnar á Suðurlandi – opinn fundur 8. apríl

Safnaðarheimilið á Hellu 22. mars 2012 11

Þriðjudagskvöldið 8. apríl  2014 kl. 20:00 boðar Verslunarmannafélag Suðurlands til opins fundar um stöðu og framtíð verslunar á Suðurlandi séð frá ýmsum sjónarhornum. Fundurinn verður haldinn í kjölfar aðalfundar félagsins, sem hefst kl. 19:00, í sal félagsins við Austurveg 56 á Selfossi, 3. hæð.

Frummælendur á opna fundinum verða: Kristín Hafsteindóttir, verslunarstjóri Lindarinnar á Selfossi, Sverrir Einarsson, framkvæmdastjóri Húsasmiðjunnar á Selfossi og Guðmundur Þór Guðjónsson, fjármálastjóri Jötun Véla á Selfossi. Öll verða þau með stutt erindi og svara fyrirspurnum á eftir. Boðið verður upp á veitingar á fundinum. Allir sem láta verslunar- og atvinnumál sig skipta eru hvattir til að mæta á fundinn og sýna þannig að þeim sé ekki sama um stöðu greinarinnar.

F.h. Verslunarmannafélags Suðurlands, Gils Einarsson, formaður

 

4. apríl 2014

Sumarúthlutun 2014 Orlofshús

Verslunarmannafélag Suðurlands auglýsir orlofshús félagsins á Flúðum og Reykjarskógi til umsókna fyrir sumarið 2014.
Umsóknarfrestur er til 15. apríl nk.
Hægt er að sækja um í tölvupósti hugrun@vms.is eða í gegnum síma Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna 480-5000.
Úthlutun orlofshúsa mun liggja fyrir 23. apríl nk.
Öllum umsóknum verður svarað skriflega.
Verð á vikudvöl í bústöðunum er,                                                                              Flúðasel 20.000.-                                                                                                       Rangársel 18.000.-
(Leigutímabil frá föstudegi til föstudags)

Bílaleiga Selfoss býður Ægis tjaldvagna til leigu.

Ægis vagn

Vikuleiga: Tjaldvagn 45.000.-*
Fortjald 8.000.-
Aukabúnaður 8.000.-
*sértilboð fyrir félagsmenn VMS 15% afsláttur
af vikuleigu
Nánari upplýsingar og pöntun eru hjá Bílaleigu Selfoss s. 482-4040.

2. apríl 2014

Tilkynning frá kjörstjórn VMS

Þar sem engin framboð komu fram á framboðsfresti hefur kjörstjórn samþykkt eftirfarandi  uppstillingu, til stjórnar og kjörstjórnar.

  1. Aðalmenn í stjórn:  Jóhann Böðvar Sigþórsson, Guðný Ósk Pálmadóttir, Kristín Bragadóttir.

Varamaður í stjórn:  Arndís Anna Sveinsdóttir

  1. Aðalmenn í stjórn Sjúkrasjóðs:  Sigríður Hannesdóttir, Sigríður Jensdóttir, Guðbjörg Kjartansdóttir

Varamaður í stjórn Sjúkrasjóðs:  Jóhann Böðvar Sigþórsson

  1. Aðalmenn í kjörstjórn: Kristín Björnsdóttir, Inga Jóna Kristinsdóttir

Varamenn í kjörstjórn: Kristín Hlíf Ríkharðsdóttir, Eva Dögg Ísfeld

 

 

1. apríl 2014

Aðalfundur VMS

Verslunarmannafélag Suðurlands heldur aðalfund sinn þriðjudaginn 8. apríl 2014 að Austurvegi 56 Selfossi kl 19.00

 

Dagskrá fundarins 

  1. Venjuleg aðalfundarstörf
  2. Kosningar í stjórn
  3. Kosningar í stjórn sjúkrasjóðs
  4. Kjör annara starfsmanna s.kv. lögum félagsins
  5. Lagabreytingar
  6. Önnur mál

 

24. mars 2014