Verslunarmannafélag Suðurlands

480-5000 — Fax: 480-5001 — vms@vms.is — Félag númer 541


Skoða launatöflurSkoða fréttabréf

Allt að 46% verðmunur á skólabókum

Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á nýjum og notuðum skólabókum fyrir framhaldsskóla í bókaverslunum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Farið var í 6 verslanir og skoðað verð á 32 algengum nýjum námsbókum og borið saman innkaups- og útsöluverð á 25 notuðum námsbókum á þremur skiptibókamörkuðum.

Lesa meira

25. ágúst 2014

Er orlofið þitt örugglega rétt reiknað?

Nú er sumri hallar og fleiri og fleiri eru að koma úr sumarleyfum eftir vonandi góða og langþráða hvíld frá brauðstritinu er vert að doka örlítið við og athuga hvort orlofið þitt, þinn áunni réttur, hafi að öllu leyti verið virtur. Okkur hérna á skrifstofunni eru nefnilega að berast ýmsar fyrirspurnir þessa dagana. Það virðist svo að sum fyrirtæki geti ekki eða vilji ekki fara eftir þeim leikreglum sem kjarasamningar kveða á um.

Lesa meira

22. ágúst 2014

Er vinnuveitandi þinn rétti aðilinn til að passa upp á réttindi þín?

Félagsaðild

Kæri launþegi. Já, ég er að skrifa til þín sem þiggur laun frá öðrum en sjálfum þér.

Hvað fyndist þér um það ef atvinnurekandinn þinn gerði kröfu um að þú kysir ákveðinn stjórnmálaflokk? Eða gerði það að kröfu að þú framvísaðir ákveðnu flokksskírteini þegar þú sæktir um vinnu hjá honum? Styddir ákveðið íþróttafélag eða verslaðir bara í ákveðinni verslun? Hann léti jafnvel í það skína að það gæti komið sér illa fyrir þig að samþykkja ekki þessar kröfur. Myndir þú sætta þig við það?

Lesa meira

8. júlí 2014

Vörukarfan lækkar í verði hjá þremur verslunum

Vörukarfa ASÍ hefur lækkað hjá Bónus, Hagkaupum og Tíu-ellefu á milli verðmælinga verðlagseftirlitsins í apríl og júní. Á þessu tæplega þriggja mánaða tímabili hækkaði vörkarfan hins vegar í verði hjá Krónunni, Nettó, Iceland, Nóatúni, Samkaupum-Úrvali, Samkaupum-Strax og Víði.

Lesa meira

27. júní 2014

Eljan

Eljan er komin út og í þessu fyrsta tölublaði ársins er víða komið við.  Árlega berast margar ábendingar um brot á kjarasamningum starfsfólks í ferðaþjónustu og þá sérstaklega yfir sumartímann. Í blaðinu eru leiðbeiningar til sumarstarfsmanna þar sem farið er yfir algeng kjarasamningsbrot.

Lesa meira

26. júní 2014

Hvítasunnuhelgi

Rétt er að minna að á frídögum og stórhátíðum er ekki vinnuskylda. Nú eru þrír stórhátíðardagar framundan hvítasunnudagur, 17. júní og frídagur verslunarmanna. Annar í hvítasunnu er frídagur.

Lesa meira

6. júní 2014

Ertu búin(n) að fá vinnu í sumar?

sumarmynd1

Nú er ráðningum í sumarstörf að ljúka. Unga fólkið streymir út á vinnumarkaðinn til að vinna sér inn aur og létta, tímabundið, álaginu á veski foreldra og ættingja.

Reynslan sýnir okkur að unga fólkið veltir því sjaldan fyrir sér hvort verið sé að greiða eftir kjarasamningum. Ánægjan yfir því að fá vinnu er flestu öðru. Einnig skortir oftast þekkingu á þeim réttindum og skyldum sem fylgja vinnunni. Af því tilefni viljum við koma eftirfarandi á framfæri:

Lesa meira

3. júní 2014

Bónus með lægsta verðið í um helmingi tilvika

Verslunin Bónus Skeifunni var oftast með lægsta verðið þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í lágvöruverðsverslunum og stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu sl. mánudag. Hæsta verðið var oftast að finna hjá Samkaupum-Úrvali í Hafnarfirði eða í um þriðjungi tilvika. Í um fjórðungi tilvika var hæsta verðið hjá Víði og Nóatúni. Eins og áður sagði var lægsta verðið oftast að finna í Bónus eða í um helmingi tilvika. 

Lesa meira

29. maí 2014

Orlofsuppbót 2014

Þann 1. júní nk. ber atvinnurekendum að greiða orlofsuppbót miðað við starfshlutfall og starfstíma á árinu öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum m.v. 30. apríl eða eru í starfi fyrstu viku í maí. Fullt ársstarfs telst í þessu sambandi 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof.

  Lesa meira

23. maí 2014