Verslunarmannafélag Suðurlands

Tilkynning til launagreiðenda

Iðgjöld frá 1. febrúar 2017 greiðast til VR.

Í lok desember sl. gerðu Verslunarmannafélag Suðurlands (VMS) og VR með sér samning um sameiningu frá og með 1. febrúar 2017. Samningurinn var svo samþykktur í allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna VMS þann 30. janúar sl.

Skrifstofa verður áfram rekin að Austurvegi 56, Selfossi undir merkjum VR.

Þetta þýðir að fyrrum félagar í VMS eru nú félagsmenn VR frá og með 1. febrúar 2017.

Við þetta verður sú breyting að innheimta félagsgjalda af launum færist til Lífeyrissjóðs verzlunarmanna kt. 430269-4459, reikningsnúmer 515-26-1007, netskil@live.is.
Félagsnúmer VR er 511 og gjalddagi er 10. dagur næsta mánaðar en eindagi síðasti virki dagur þess mánaðar.
Við sameiningu verður breyting á félagsgjaldi sem lækkar úr 1% í 0,7%.  Gjöld í aðra sjóði eru óbreytt.

 

Mælt er með skilum úr launakerfum eða netskilum.

Sjá nánar á vef Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hér:

http://www.live.is/launagreidandi/skil-idgjalda/

27. mars 2017

Kjarasamningum ekki sagt upp

Niðurstaða forsendunefndar ASÍ og SA vegna endurskoðunar kjarasamninga er að tvær af þremur forsendum standast en ein gerir það ekki. Sú snýst um launaþróun annarra hópa. Samninganefnd ASÍ hefur engu að síður, m.a. að undangengnum fundarhöldum í baklandi stéttarfélaganna, ákveðið að segja ekki upp núgildandi kjarasamningi.

Lesa meira

28. febrúar 2017

Verður kjarasamningum sagt upp í lok mánaðarins?

Báðir varaforsetar ASÍ hafa ýjað að því í viðtölum síðustu daga að kjarasamningum kunni að vera sagt upp í lok mánaðarins. Forsendunefnd þarf að skila sinni niðurstöðu í síðasta lagi 28. febrúar. Að því gefnu að forsendur kjarasamninga á almenna markaðnum haldi þá gilda samningarnir til loka árs 2018.

Lesa meira

15. febrúar 2017

Nú hefur sameining VMS og VR tekið gildi

Félagsmenn athugið. Þann 1. febrúar 2017 sameinuðust VMS og VR. Allar umsóknir um styrki skulu því berast til VR og fer eftir reglum félagsins.  VR er með félagavef (mínar síður) og geta félagsmenn skráð sig inn á vefinn nú þegar og fengið allar þær upplýsingar sem þarf.

Pantanir á orlofshúsum VMS eru ennþá á heimasíðu félagsins. Það þarf því að panta orlofhús þar.

Hægt er að senda fyrirspurning á vms@vms.is eða hringja á þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna í síma 480-5000.

2. febrúar 2017

Sameining VR og VMS

Eins og fram kom í gær hér á vefnum var sameining VR og VMS samþykkt í rafrænni atkvæðagreiðslu. Sameiningin tekur formlega gildi á miðnætti í kvöld. Verða þá félagar í VMS orðnir fullgildir félagar í VR með þeim réttindum og skyldum sem því fylgja.

Lesa meira

31. janúar 2017

Kosning um sameiningu hefst kl. 12.00 í dag

Kosning um sameiningu VMS og VR hefst klukkan 12.00 í dag og lýkur mánudaginn 30. janúar 2017.  Kosið er á heimsíðu VMS (blár hnappur hægra meginn á síðunni).

Það er mikilvægt að sem flestir taki þátt í atkvæðagreiðslunni og hægt er að fá aðstoð með því að hringja í skrifstofu félagsins í síma 480-5000 eða með því koma á staðinn.

Kjósa hér.

23. janúar 2017

Bústaðir VMS lausir næstu helgi !

Bústaðir VMS í Flúðaseli og Rangárseli eru lausir næstu helgi 27.jan. – 30.jan. Hægt að sækja um á heimasíðunni vms.is eða í síma 480-5000 
 
22. janúar 2017

Páskaúthlutun orlofshúsa 2017

Verslunarmannafélag Suðurlands auglýsir orlofshús félagsins á Flúðum og Reykjaskógi laus til umsókna fyrir páskavikuna 12. – 19. apríl 2017. Umsóknarfrestur er til 3. febrúar nk. Hægt er að sækja um í tölvupósti vms@vms.is eða í síma Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna 480-5000. Úthlutun orlofshúsa mun liggja fyrir 6. febrúar nk. Öllum umsóknum verður svarað. Nánari upplýsingar í auglýsingu um páskaúthlutun á þessari síðu.

18. janúar 2017

Hlutfall húsnæðis af útborguðum launum fer hækkandi

Í nýju efnahagsyfirliti VR kemur m.a. fram að undanfarin ár hefur hlutfall útborgaðra launa heimilis sem varið til greiðslu fasteignaláns farið hækkandi. Í dag er hlutfallið að jafnaði 20-21% en var um 18% stuttu eftir efnahagshrunið. Hlutfallið er í takt við árin 2000 til 2004. Það er þó áhyggjuefni að vísbendingar eru um að hlutfall útborgaðra launa sem varið er í greiðslu fasteignaláns fer hækkandi. Þetta snertir helst þau heimili sem eru að kaupa sér sína fyrstu fasteign eða stækka við sig.

Lesa meira

13. janúar 2017