Verslunarmannafélag Suðurlands

480-5000 — Fax: 480-5001 — vms@vms.is — Félag númer 541


Skoða launatöflurSkoða fréttabréf

Verslunarmannafélagið styður átakið Bleiku slaufuna

Vefborði

Verslunarmannafélagið reynir að hafa vakandi auga með velferð félagsmanna sinna og reynir að létta undir með þeim eins og unnt er. Þar má nefna sjúkrasjóð. Sjúkrasjóður hleypur undir bagga með þeim sem þurfa að leita sér lækninga eða meðan þeir eru frá vegna veikinda. Einnig er hægt að fá endurgreitt vegna líkamsræktar og nudds, svo eitthvað sé nefnt.                          Og þá komum við að aðalefni þessa pistils.

Lesa meira

3. október 2014

Mannauðsstjórn í molum

Sú var tíðin að fyrirtæki sem vildu sýnast stór voru með starfsmann sem kallaður var starfsmannastjóri. Þessi starfsmannastjóri sá um flesta þá þætti sem að starfsmönnum snéri. Hann sá um ráðningarferlið, um laun og kjör að hluta og hann sá jafnvel um að segja fólki upp og ýmislegt fleira.

Lesa meira

2. október 2014

Ályktun um fjárlagafrumvarpið

Stjórnarfundur Verslunarmannafélags Suðurlands haldinn þann 29. september 2014 fordæmir þá lítilsvirðingu, sem ríkisstjórnin sýnir lægst launaða fólki landsins, með fjárlagafrumvarpi ársins 2015.

Lesa meira

30. september 2014

Fundur með Gylfa Arnbjörnssyni

IMG_3140

Stjórnir Bárunnar, VMS og stjórnarmenn frá Félagi mjólkurfræðinga funduðu með Gylfa Arnbjörnssyni forseta ASÍ í sal stéttarfélaganna á Selfossi í gærkveldi.

Fyrir fundinn hittist samninganefnd Bárunnar og fór og samþykkti yfir kröfugerðir sem lagðar verða fram fyrir hönd félaganna og stjórn VMS hélt stjórnarfund.

Lesa meira

Frábært kjaraþing stéttarfélaganna

IMG_1220

Báran, stéttarfélag og Verslunarmannafélag Suðurlands héldu sameiginlegt kjaraþing á Hótel Selfoss í gærkveldi, 23. september.

Á þinginu fóru fram fjörugar umræður um kjaramál og unnið var í hópum í ýmsum málum þeim tengdum. Mikil vinna var lögð í að marka stefnu félaganna í komandi kjaraviðræðum og hvaða áherslur fulltrúar á þing ASÍ  22 – 24 . október næstkomandi, skuli leggja inn í þá vinnu sem þar verður unnin.

Fram kom í umræðum að mikil tortryggni ríkir í garð stjórnvalda og hörð gagnrýni á framlagt fjárlagafrumvarp. Töldu ýmsir fundargesta að löngu væri orðið tímabært að verkalýðshreyfingin risi upp af svefninum og léti nú til sín taka af alvöru.

Félögin vilja koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem sáu sér fært að mæta og ekki þá síður til starfsmanna fundarins sem skrifstofa Alþýðusambandsins lagði til en það voru þær Henný Hinz sem átti framsögu um stéttarbaráttu í fortíð, nútíð og framtíð, Eyrún Björk Valsdóttir og Sigurlaug Gröndal. Einnig var framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins Drífa Snædal með framsögu og stjórnaði hópastarfi.

Edda Björgvins kom síðan í lok fundar og hélt frábæran fyrirlestur sem hét; Húmor á vinnustað – dauðans alvara.

Tilgangur fundarins var, eins og fram hefur komið, að fá fram hjá félagsmönnum vilja þeirra og skoðanir á hvaða málefni og áherslur félögin fara með inn í væntanleg þing ASÍ og inn í kjarasamninga vetrarins.

Fundir sem þessir eru algerlega bráðnauðsynlegir til að forystumenn félaganna fari með skýran vilja félagsmanna sinna inn í þá vinnu sem framundan er.

IMG_1220 IMG_1237 IMG_3067 IMG_3071 IMG_3073 IMG_3079

24. september 2014

Viltu hafa áhrif

Verslunarmannafélag Suðurlands og Báran, stéttarfélag standa fyrir kjaraþingi sem haldið verður í kvöld, þriðjudaginn 23. september, klukkan 16.00 – 21.30.   Það eru ennþá nokkur sæti laus.  Áhugasamir félagsmenn geta skráð sig hjá Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna í síma 480-5000.

23. september 2014

Vel heppnað þing ASÍ-UNG

Þriðja þing ASÍ-UNG var haldið 12. september 2014 undir yfirskriftinni „Samfélag fyrir alla … líka unga fólkið“. Á þinginu fjölluðu Henný Hinz og Ari Eldjárn m.a. um tekjuskiptingu í samfélaginu og samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Þingið sóttu 26 þingfulltrúar og 10 aukafulltrúar. Góð stemmning var meðal þingfulltrúa og almenna ánægja með þá málefnavinnu sem fram fór í aðgreindum hópum. Sú vinna skilaði m.a. eftirfarandi ályktunum:

Lesa meira

17. september 2014

Viltu hafa áhrif

Verslunarmannafélag Suðurlands og Báran, stéttarfélag standa fyrir kjaraþingi sem haldið verður þriðjudaginn 23. september nk. klukkan 16.00 – 21.30.  Allir félagsmenn eru hvattir til að mæta.

Lesa meira

10. september 2014

Mannasiðir 101

Það er óþægileg tilfinning sem grípur mann þegar við fáum heimsóknir ungs fólks, sem er að hefja göngu sína úti í atvinnulífinu og við komumst að því að verið er að svindla á þeim í launum og kjörum. Það hlýtur að vera óskemmtileg reynsla fyrir það fólk sem lagt hefur sig fram í vinnunni að fá svona móttökur í upphafi.

Lesa meira

4. september 2014

Almennur félagsfundur VMS

Almennur félagsfundur VMS verður haldinn 4. september 2014 klukkan 19.00  í sal félagsins Austurvegi 56, Selfossi.

Dagskrá

1. Staða mála vegna komandi samninga.

2.  Kosning fulltrúa á ASÍ-þing 22. -24. okt. nk.

3. Önnur mál