Verslunarmannafélag Suðurlands

480-5000 — Fax: 480-5001 — vms@vms.is — Félag númer 541


Skoða launatöflurSkoða fréttabréf

Vörukarfan lækkar hjá Kjarval, Krónunni og Nettó

Vörukarfa ASÍ hefur hækkað hjá 9 verslunarkeðjum af 12 frá því í desember 2014 (viku 48) þar til í byrjun júní (vika 24). Þannig hefur vörukarfan hækkað meira en sem nemur breytingu á vsk. og afnáms sykurskatts hjá helmingi verslana.

Lesa meira

30. júní 2015

Samningar samþykktir í öllum aðildarfélögum

Rafræn atkvæðagreiðsla aðildarfélaga Landssambands ísl. verzlunarmanna um nýgerða kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda er lokið. Niðurstöður kosningana liggja nú fyrir og hafa samningarnir verið samþykktir í öllum aðildarfélögum.

Hægt er að sjá nánar um niðurstöðurnar hér

23. júní 2015

Niðurstaða kosningar um kjarasamning 2015

Kjarasamningurinn var samþykktur með 79,5 % atkvæða, 17,9 % voru á móti og 2,6 % skiluðu auðu.  Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var 19,37 %.

Samningurinn var samþykktur hjá öllum aðildarfélögum LÍV.

 

22. júní 2015

Ályktun miðstjórnar ASÍ um stöðu mála í mjólkuriðnaði

ASI_logo

Stjórnvöld hafa í samstarfi við bændur og afurðastöðvar gert miklar breytingar á starfsskilyrðum mjólkurframleiðslunnar. Það hefur löngum verið skoðun miðstjórnar ASÍ að núverandi fyrirkomulag í mjólkuriðnaði sé hvorki besta leiðin til að bæta hag neytenda né að það skapi næga hvata fyrir framleiðendur til þess að auka samkeppnishæfni, framleiðni og lækka vöruverð. Þvert á móti hefur núverandi fyrirkomulag komið í veg fyrir að virkja þá hvata sem leiða til heilbrigðrar samkeppni sem kemur öllum til góðs. Nýleg dæmi, þar sem MS hefur kerfisbundið komið í veg fyrir innkomu nýrra aðila á markað gert stórum aðilum kleift að nýta, og í mörgum tilfellum misnota, sér markaðsráðandi stöðu til að koma í veg fyrir samkeppni.

Lesa meira

12. júní 2015

Rafræn atkvæðagreiðsla

Eins og áður hefur komið fram var skrifað undir nýjan kjarasamning Landssambands íslenskra verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins þann 29. maí sl. Atkvæðagreiðsla um samninginn fer fram frá kl. 09.00 þann 10. júní til kl. 12.00 þann 22. júní. Atkvæðagreiðslan verður rafræn og kjörgögn verða send í pósti. Ef kjörgögn berast ekki á tilsettum tíma er hægt að hafa samband við skrifstofu félagsins í síma 480-5000 eða senda tölvupóst á netfangið vms@vms.is.

 

Lesa meira

9. júní 2015

Kynning á kjarasamningum

Verslunarmannafélag Suðurlands og Báran, stéttarfélag halda kynningarfund vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði sem undirritaðir voru þann 26. maí sl. Fundurinn verður haldinn á Hótel Selfossi næstkomandi mánudag þann 8. júní og hefst kl. 19:00.

Eitthvað nart verður á borðum.

Félagsmenn, mætum og kynnum okkur málin.

 

2. júní 2015

NÝR KJARASAMNINGUR UNDIRRITAÐUR

Skrifað hefur verið undir nýjan kjarasamning Landssambands íslenskra verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins sem gildir til loka árs 2018. Lægstu launataxtar hækka um 31,1% eða kr. 64.208 á samningstímanum. Lágmarkstekjur verða 300 þúsund krónur á mánuði frá maí árið 2018. Forsendur fyrir samningnum eru m.a. að hann verði stefnumarkandi fyrir aðra kjarasamningagerð á vinnumarkaði og að kaupmáttur aukist. Undir lok viðræðna lá fyrir að ríkisstjórnin myndi beita sér fyrir breytingum á tekjuskatti sem myndi skila ávinningi til félagsmanna með millitekjur og er það hluti af yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.

Samningurinn verður kynntur nánar á næstu dögum, en hér má sjá pdf eintak af honum.

Lesa meira

29. maí 2015

Aðgerðir ríkissstjórnarinnar

Ríkisstjórnin hefur kynnt aðgerðir í 11 liðum til að greiða fyrir kjarasamningum en stefnt er að undirritun samninga verslunarmannafélaganna, Flóabandalagsins og Starfsgreinasambandsins  við SA milli klukkan 14 og 15 í dag.

Lesa meira

HÆKKUN LÆGRI LAUNA OG MILLITEKNA

Fundað hefur verið stíft síðustu daga og liggja nú fyrir meginlínur draga að nýjum kjarasamningi sem LÍV, VR, Flóafélögin og StéttVest  hafa unnið að með SA síðustu daga.

Lesa meira

27. maí 2015

VERKFÖLLUM FRESTAÐ UM FIMM SÓLARHRINGA

Forsvarsmenn samninganefnda Landssambands íslenskra verslunarmanna, VR, Flóabandalagsins, StéttVest og Samtaka atvinnulífsins hafa náð samkomulagi um frestun verkfallsaðgerða, sem áttu að hefjast þann 28. maí næstkomandi, um fimm sólarhringa.

Lesa meira

25. maí 2015