Verslunarmannafélag Suðurlands

480-5000 — Fax: 480-5001 — vms@vms.is — Félag númer 541


Skoða launatöflurSkoða fréttabréf

Vel heppnað þing ASÍ-UNG

Þriðja þing ASÍ-UNG var haldið 12. september 2014 undir yfirskriftinni „Samfélag fyrir alla … líka unga fólkið“. Á þinginu fjölluðu Henný Hinz og Ari Eldjárn m.a. um tekjuskiptingu í samfélaginu og samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Þingið sóttu 26 þingfulltrúar og 10 aukafulltrúar. Góð stemmning var meðal þingfulltrúa og almenna ánægja með þá málefnavinnu sem fram fór í aðgreindum hópum. Sú vinna skilaði m.a. eftirfarandi ályktunum:

Lesa meira

17. september 2014

Viltu hafa áhrif

Verslunarmannafélag Suðurlands og Báran, stéttarfélag standa fyrir kjaraþingi sem haldið verður þriðjudaginn 23. september nk. klukkan 16.00 – 21.30.  Allir félagsmenn eru hvattir til að mæta.

Lesa meira

10. september 2014

Mannasiðir 101

Það er óþægileg tilfinning sem grípur mann þegar við fáum heimsóknir ungs fólks, sem er að hefja göngu sína úti í atvinnulífinu og við komumst að því að verið er að svindla á þeim í launum og kjörum. Það hlýtur að vera óskemmtileg reynsla fyrir það fólk sem lagt hefur sig fram í vinnunni að fá svona móttökur í upphafi.

Lesa meira

4. september 2014

Almennur félagsfundur VMS

Almennur félagsfundur VMS verður haldinn 4. september 2014 klukkan 19.00  í sal félagsins Austurvegi 56, Selfossi.

Dagskrá

1. Staða mála vegna komandi samninga.

2.  Kosning fulltrúa á ASÍ-þing 22. -24. okt. nk.

3. Önnur mál

Allt að 46% verðmunur á skólabókum

Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á nýjum og notuðum skólabókum fyrir framhaldsskóla í bókaverslunum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Farið var í 6 verslanir og skoðað verð á 32 algengum nýjum námsbókum og borið saman innkaups- og útsöluverð á 25 notuðum námsbókum á þremur skiptibókamörkuðum.

Lesa meira

25. ágúst 2014

Er orlofið þitt örugglega rétt reiknað?

Nú er sumri hallar og fleiri og fleiri eru að koma úr sumarleyfum eftir vonandi góða og langþráða hvíld frá brauðstritinu er vert að doka örlítið við og athuga hvort orlofið þitt, þinn áunni réttur, hafi að öllu leyti verið virtur. Okkur hérna á skrifstofunni eru nefnilega að berast ýmsar fyrirspurnir þessa dagana. Það virðist svo að sum fyrirtæki geti ekki eða vilji ekki fara eftir þeim leikreglum sem kjarasamningar kveða á um.

Lesa meira

22. ágúst 2014

Er vinnuveitandi þinn rétti aðilinn til að passa upp á réttindi þín?

Félagsaðild

Kæri launþegi. Já, ég er að skrifa til þín sem þiggur laun frá öðrum en sjálfum þér.

Hvað fyndist þér um það ef atvinnurekandinn þinn gerði kröfu um að þú kysir ákveðinn stjórnmálaflokk? Eða gerði það að kröfu að þú framvísaðir ákveðnu flokksskírteini þegar þú sæktir um vinnu hjá honum? Styddir ákveðið íþróttafélag eða verslaðir bara í ákveðinni verslun? Hann léti jafnvel í það skína að það gæti komið sér illa fyrir þig að samþykkja ekki þessar kröfur. Myndir þú sætta þig við það?

Lesa meira

8. júlí 2014

Vörukarfan lækkar í verði hjá þremur verslunum

Vörukarfa ASÍ hefur lækkað hjá Bónus, Hagkaupum og Tíu-ellefu á milli verðmælinga verðlagseftirlitsins í apríl og júní. Á þessu tæplega þriggja mánaða tímabili hækkaði vörkarfan hins vegar í verði hjá Krónunni, Nettó, Iceland, Nóatúni, Samkaupum-Úrvali, Samkaupum-Strax og Víði.

Lesa meira

27. júní 2014

Eljan

Eljan er komin út og í þessu fyrsta tölublaði ársins er víða komið við.  Árlega berast margar ábendingar um brot á kjarasamningum starfsfólks í ferðaþjónustu og þá sérstaklega yfir sumartímann. Í blaðinu eru leiðbeiningar til sumarstarfsmanna þar sem farið er yfir algeng kjarasamningsbrot.

Lesa meira

26. júní 2014

Hvítasunnuhelgi

Rétt er að minna að á frídögum og stórhátíðum er ekki vinnuskylda. Nú eru þrír stórhátíðardagar framundan hvítasunnudagur, 17. júní og frídagur verslunarmanna. Annar í hvítasunnu er frídagur.

Lesa meira

6. júní 2014