Verslunarmannafélag Suðurlands

480-5000 — Fax: 480-5001 — vms@vms.is — Félag númer 541


Skoða launatöflurSkoða fréttabréf

VERKFÖLLUM FRESTAÐ UM FIMM SÓLARHRINGA

Forsvarsmenn samninganefnda Landssambands íslenskra verslunarmanna, VR, Flóabandalagsins, StéttVest og Samtaka atvinnulífsins hafa náð samkomulagi um frestun verkfallsaðgerða, sem áttu að hefjast þann 28. maí næstkomandi, um fimm sólarhringa.

Lesa meira

25. maí 2015

Orlofsuppbót 2015

Orlofsuppbót skv. kjarasamningum Landssambands íslenskra verslunarmanna er kr. 39.500 fyrir árið 2015 m.v. fullt starfOrlofsuppbót er föst tala og tekur ekki launabreytingum skv. öðrum ákvæðum kjarasamnings. Skattar og skyldur, félagsgjöld og lífeyrissjóður greiðast af orlofsuppbót. Orlof greiðist ekki ofan á orlofsuppbótina.

 

Lesa meira

21. maí 2015

Lausar vikur í orlofshúsum

Enn eru nokkrar lausar vikur í Orlofshúsum VMS.

Í Rangarseli eru eftirfarandi vikur lausar:
Vikuleiga fyrir félagsmenn VMS er 18.000 kr í Rangarseli.

5-12 júní
12-19 júní
19-26 júní
3-10 júlí
7-14 ágúst
14-21 ágúst
21-28 ágúst

Lausar vikur í Flúðaseli eru:
Vikuleiga fyrir félagsmenn VMS er 20.000 kr. í Flúðaseli.

7-14 ágúst
14-21 ágúst
21-28 ágúst

Vinsamlegast hafið samband á vms@vms.is eða í síma 480-5000.

20. maí 2015

FÉLAGSMENN VMS SAMÞYKKJA VERKFALLSBOÐUN

Verkfallsboðun á félagssvæði Verslunarmannafélags Suðurlands var samþykkt í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna sem lauk á hádegi í dag, þriðjudaginn 19. maí. Atkvæðagreiðslan var rafræn og hófst að morgni 12. maí síðastliðinn.

68,9% sögðu já við verkfalli og 29,3 sögðu nei við verkfalli.  Það er því ljóst að öllu óbreyttu munu félagsmenn Verslunarmannafélags Suðurlands fara í verkfall skv. áætlun sem sjá má inn á  heimasíðu Landssambands íslenskra verslunarmanna (skipulag aðgerða).

Lesa meira

19. maí 2015

Afnám vörugjalda – verðlækkanir ekki í samræmi við væntingar

Samkvæmt könnunum verðlagseftirlits ASÍ eru verðlækkanir á heimilistækjum vegna afnáms vörugjalda og lækkunar virðisaukaskatts mun minni en gera mátti ráð fyrir. Áætla má að verð allra þeirra heimilistækja sem skoðuð voru í könnuninn hefði átt að lækka um meira en 19% en sú er ekki raunin. Reyndar lækkar verð í 41% tilvika um meira en 20% en það vekur athygli að í 20% tilvika hækkaði verð á heimilistækjum eða það stóð í stað þrátt fyrir virðisaukaskattslækkun úr 25,5% í 24% og afnám vörugjalda um 20%-25%.

Lesa meira

7. maí 2015

Kosið um verkfall

Kjarasamningur Landssambands ísl. verzlunarmanna og atvinnurekenda rann út þann 28. febrúar 2015 og er nýr kjarasamningur ekki í sjónmáli. Atvinnurekendur voru ekki reiðubúnir til viðræðna um framlagðar kröfur og var deilunni vísað til ríkissáttasemjara í síðasta mánuði. Þrátt fyrir milligöngu ríkissáttasemjara voru viðræður þar árangurslausar. Ákveðið hefur verið að efna til leynilegrar allsherjaratkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á félagssvæðum aðildarfélaga LÍV, m.a. félagssvæði Verslunarmannafélags Suðurlands.

Lesa meira

Launakröfur LÍV

LÍV leggur áherslu á að leiðrétta laun félagsmanna miðað við þær launahækkanir sem orðið hafa á vinnumarkaði síðustu misseri og metur kostnaðarauka atvinnulífsins innan þeirra marka sem fyrirtækin þola.

Lesa meira